10.4.2007 | 21:38
Magnaður leikur
Áhöfnin á Geirfugli er í skýjunum yfir glæstum sigri okkar manna á ítölunum frá Rómaborg. Það var aldrei spurning hvar sigurinn í þessum leik myndi enda, en 7 mörk voru kannski eitthvað sem við bjuggumst ekki við.
Erum við núna að gera klárt á veiðar og þetta tekur alltaf sinn tíma að græja allt frá grunni, en það er alltaf gaman að vita til þess að fiskurinn sem við komum til með að veiða í vor er lifandi núna. Haukur faðmaði nokkur færi í dag og var orðinn frekar góður í faðmi þegar hann kom heim, hann tók sig til og faðmaði konuna sína og við eigum ekki von á öðru en áhöfnin á Geirfugli fá nokkur faðmlög í fyrramálið. Línan er kominn og sýndist okkur þetta vera afar fiskilegir önglar.
Svo er næsti leikur hjá okkar mönnum í bikarnum á móti Watford á laugardaginn og ætla má að Elton John slái feilnótu af stressi á gamla píanóhlunkinn sinn á föstudagskvöldið.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.