4.5.2007 | 23:18
Pirringur
Uppstokkari er stórfurðulegt fyrirbæri. Þetta er svona tæki sem önglarnir fara í gegn og stokkast uppá svokallaðan rekka þar sem sá sem stendur við uppstokkarann ýtir önglunum áleiðis á færanlegan rekka. Þetta er afar þægileg og einföld vinna. En einn er sá galli á gröf njarðar að uppstokkarar hafa sál, þeir skinja allan pirring sem er í gangi um borð í þeim bátum sem hafa uppstokkara. Um borð í Geirfugli vottar ekki fyrir pirring og þarf eitthvað stórkostlegt að ske svo votti fyrir pirringi hjá áhöfninni. Uppstokkarinn um borð í Geirfugli reyndi að pirra þá mikið í fyrsta túrnum en ekkert gekk, hann var skárri næstu túra á eftir en var samt aðeins að stríða þeim í von um pirring en ekkert gekk, en í fimmta túrnum á Geirfugli gafst uppstokkarinn upp og var ljúfur sem lamb. Við prófuðum að syngja fyrir hann ljúfa tóna eftir Stefán frá Möðrudal og hann hefur greinilega fílað það því hann stokkaði upp hvern einasta krók. Þessi uppstokkari sér að hann getur ekki á nokkurn hátt pirrað áhöfnina á Geirfugli enda um einstaklega vandaða menn að ræða. Óli Björn er ættaður frá Grímsey þar sem orðið pirringur er hvergi að finna í neinum handskrifuðum ritum eftir ættfaðir eyjunnar Willards Fiske. Óli heldur vel utan um áhöfn sína, svo vel að pirringur er gjörsamlega ónauðsynlegur, toppnáungi þarna á ferð. Leiðir Hauks og pirrings skildu fyrir allmörgum árum og eiga þeir enga samleið í dag. Haukur las margar bækur um pirring og gróf djúpt í að finna uppruna pirrings. Hann komst að því að pirringur er ónauðsynlegur í daglegu amstri. Kristján sem er ættaður frá Flateyri við Önundarfjörð og stundaði þar handfæraveiðar með afa sínum á unga aldri komst ekki í tæri við pirring fyr en eftir tvo áratugi af sínu lífi. Margoft hélt hann að pirringur fleytti manni langt í lífinu en komst að hinu sanna þegar hann komst í tæri við bækurnar hans Hauks sem hann gleymdi í bílnum hans Kristjáns þegar þeir fóru saman á kvikmyndina Rocky 2 fyrir morgum árum. Kristján sem er einstaklega vel gerður maður sá líka að pirringur er ónauðsylegur. Sem sagt er áhöfnin á Geirfugli laus við allan pirring.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á ekki að skíra uppstokkarann ? Ég held að Haukur væri góður í því , enda vara hann búinn að skíra allar handfærarúllurnar um borð í Venna síðasta sumar.
Biggi (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 10:27
Á ekki að skíra uppstokkarann ? Ég held að Haukur væri góður í því , enda vara hann búinn að skíra allar handfærarúllurnar um borð í Venna síðasta sumar.
Biggi (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 10:28
Ekki gat ég séð það síðast þegar ég horfði á ManU leik með þér Stjáni að þú værir laus við allann pirring. Sófaborðið var nálægt því að vera mélað mélinu smærra...
Gíggi (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.