17.5.2007 | 23:17
Pavarotti
Þá erum við farnir að gera klárt á lúðu og ufsaveiðar sem við ætlum að stunda í sumar. Við erum hæstánægðir með bátinn og línukerfið, það voru smá hnökrar í byrjun en svo rúllaði þetta eins og vel smurð vél. Línukerfið verður nú sett í geymslu fram á haust og lúðulínan og handfærarúllurnar um borð. Geirfugl er fjölveiðiskip og það er alltaf gaman að breyta aðeins til og erum við mjög spenntir að fara á lúðu og sjálfsögðu iðar Haukur í skinninu að fara á handfæri enda það mikilvægasta í lífinu hjá honum. En mál málana er að Manchester United eru meistarar og eiga það svo sannarlega skilið enda voru þeir með langskemmtilegasta og besta liðið í vetur. Það er alveg yndislegt að vera Manchester United aðdándi, við fyllumst af vellíðan og stolti og vonum auðvitað að við vinnum bikarinn á laugardaginn. Finnbogi, Gunnar, Þorvarður, Jón og Ómar hafa reynst okkur frábærlega síðustu daga og þökkum við þeim fyrir gríðarlega óeigingjarnt starf og mun framlag þeirra fimmmenninga fleyta okkur áhöfninni á Geirfugli langt. Eins hefur hárprúði bryggjugerðamaðurinn lagt sitt af mörkum við að gera lífið skemmtilegt og þökkum við honum fyrir það. Haukur skýrði uppstokkarann Pavarotti og hefur Pavo eins og við köllum hann reynst okkur vel og stokkað vel upp nema í eitt skiptið þegar Simon le Bon þeytti raddböndin í hátölurunum þá sagði Pavo nei og fór að henda niður önglum, hann greinilega fílar ekki Duran Duran. Honum finnst gaman að hlusta á Sálina og Á móti sól og svo virðist hann vera alsæll með Scooter. Pavo fer nú í sumarfrí en verður með okkur sem farþegi í sumar sem er mjög gott því við þurfum tíma til að kynnast honum betur og verður sumarið kærkomið til að kynnast honum og svo byrjar hann að vinna aftur þegar líður að hausti og þá ætti að verða gaman enda er okkur alltaf að líka betur og betur við Pavo
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig finst þér ég manstu eftir þessum stjáni
Tobbi, 18.5.2007 kl. 13:28
Já Tobbi þetta var fyndið og svarið var enþá fyndnara, þú er bara ágætur.
Stjáni (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.