Handfærasaga

Þetta er sönn saga um handfæraróður tveggja vina. Einungis nöfnum þeirra sem og skipsnöfnum hefur verið breytt.

 Klukkan 3 að nóttu til miðvikudaginn 23 maí 2007 lögðu frændurnir, fermingabræðurnir og vinirnir Hawk og Chris af stað frá Grindavík í handfæraróður á Garbird GK. Reynsla þeirra af handfærum var af ólíkum toga. Hawk hafði verið á allmörgum handfærabátum á síðasta ári en lengst af var hann á Wenny GK. Hawk varð einn mánuðinn í fyrrahaust aflahæsti handfærasjómaðurinn á landinu og segir það barathorskur_31.10.05 eitt um þá reynslu sem hann náði sér í  á stuttum tíma. Hawk ánetjaðist handfærum strax í sínum fyrsta túr og fljótlega tók hann handfæri fram yfir allt í lífinu. Sökum gífurlegs áhuga á þessu veiðarfæri jókst reynsla hans mjög hratt. Chris aftur á móti hafði reynslu af allt öðrum toga en sú reynsla átti heldur betur eftir að koma honum til góðs í þessum túr. Chris stundaði handfæraveiðar með afa sínum vestur á fjörðum áður en hann fermdist og hann sat að því alla ævi. Rífa krókana úr, skipta um slóða sem og sökkur var eitthvað sem Chris gleymdi aldrei. Með þessar reynslur í farteskinu lögðu þeir félagar af stað í fyrsta handfæraróðurinn á Garbird GK. Fóru þeir beinustu leið í Skerjadýpið og slökuðu niður færunum. Urðu þeir strax varir og var reitingsafli af þorski, fengu þeir um sjö hundruð kíló um morguninn. Þá fór að draga úr veiðinni og Hawk vildi fara að kanna staði sem hann hafði veitt ágætlega þegar hann var á Wenny GK og oftar en ekki nuddaðist upp afli. Þegar líða tók á daginn var orðið frekar rólegt um að vera og aflinn orðinn tæp tvö tonn af þorski, fimmtíu kíló af smáufsa og ein ýsa. Skiptust þeir á að segja aulabrandara og fara inn í kaffi þangað til að þeir ákváðu að nú skildi annar þeirra leggja sig og Chris reið á vaðið og lagði sig þar sem veiðin var orðin frekar róleg. Eftir vænan svefn ræsti Hawk Chris og sagði að það væri kominn kaldaskýtur í Skerjadýpinu og hann væri kominn með stefnuna í átt að Reykjanesinu. Hawk lagði sig og Chris fékk sér kaffi og teygði úr sér. Fljótlega fór honum að leiðast og stoppaði og slakaði niður rúllunum. Ekki var fiskerríið uppá marga fiska, einn og einn þorskur annað slagið og fljótlega gafst hann upp og fór inn og athugaði með Hawk sem svaf værum blundi. Var sett á rólegt og þægilegt dól í átt að Reykjanesinu. Þegar þangað var komið voru færin sett niður og Chris fékk sér sæti á kari með loki sem var á dekkinu og var að troða Kodiak í vörina á sér þegar skyndilega byrjaði að marra í rúllunum og Chris hélt að það væri allt fast. En þær hífðu og sú fyrsta kom upp með þennan líka stórufsa á öllum krókum svo komu þrjár upp allar með ýturvaxinn ufsa á öllum krókum og saman flæktar svo kom síðasta rúllan upp með ufsialla króka fulla af ufsa. Chris hljóp frammí og kallaði á Hawk. “Hawk ræs það er komið stórufsamok”. Hawk sem hafði farið langt inn í heim andanna svaraði “það er ekkert annað” og átti bágt með það að trúa þessu þar sem þetta var alveg í takt við húmorinn hjá þeim félögum. Chris hljóp aftur út upptjúnnaður og byrjaði að rífa ufsan innfyrir og reyna að greiða úr flækjunni. Eftir nokkrar sekúndur var Chris farið að lengja eftir Hawk og öskraði “það er allt í flækju hérna” hann kom upp og sá hvað var að ske og fór í gallann á innan við sekúndu. “Djöfull er gaman að vakna við þetta” sagði hann þegar hann sá að stórufsamok var brostið á “þetta er æðislegt” sagði hann og minningar frá því þegar hann var á Wenny GK og lenti í stórufsamoki mögnuðust. Þetta stórufsaskot stóð yfir í 15 mínútur og náðu þeir einu tonni í því. Svo fór að rökkva og ufsinn hætti að taka. Stóðu þeir félagar alblóðugir upp fyrir haus og hlógu, þetta fannst þeim gaman. Þeir kíktu oní lest og sáu að þeir voru komnir með þrjú tonn og voru alsælir með árangur dagsins og nú skildu þeir fara í land enda búnir að vera um tuttugu klukkutíma á sjó

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tobbi

Tóku þeir ekki myndavél með það er sama þótt að það sé búið að setja blett fyrir andlitin bara að maður fái að sjá eitthvað úr þessari ferð

Tobbi, 25.5.2007 kl. 12:54

2 identicon

Mér dettur bara ekki neinn í hug, hvaða menn gætu þetta mögulega verið?

Benni (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 17:52

3 identicon

Ætli Jón Baldur Hlíðberg hafi lent í stór-ufsamoki?

Gíggi (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 22:21

4 identicon

Hey þetta er mynd af eldisþorski

sævar (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 00:47

5 identicon

Sérðu muninn?

Gíggi (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geirfugl GK 66
Geirfugl GK 66
Þetta er heimasíða áhafnaarinnar á Geirfugli GK 66

Færsluflokkar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband