7.2.2008 | 11:51
Ár rottunnar
Ár rottunnar er gengið í garð í Kína og óskar áhöfnin á Geirfugli öllum kínverjum til sjávar og sveita innilega til hamingju með árið.
En af Geirfuglsmönnum er allt gott að frétta. Haukur hefur sökkt sér inn í forsetakosningarnar vestanhafs og er hann ákafur stuðningsmaður Obama enda er Haukur af afrískum ættum og talið er að þeir félagar séu skyldir. Atvinnuuppstokkarasérfræðingurinn Hafsteinn Kjartansson er með annan fótinn á bensíngjöfinni á nýja Nizzaninum sínum þessa daganna og fær hann ekkert stoppað.
En að máli málanna, línuveiðum, miklar og langvarandi brælur hafa sett svip sinn á veturinn en þokkalegt fiskerí hefur verið þegar gefur og höfum við verið að fá þorska sem eiga ekki að vera til í sjónum en langskólagengnu mennirnir í Reykjavík segja það og við eigum bara að trúa því og við gerum það, við höldum að þessir golþorskar séu litlir karfar. Hvenær skildi verða ár þorsksins verða á Íslandi?
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.