Bræla framundan?

Mikill fjöldi lægða við Íslandsstrendur á umliðnum vikum og mánuðum hefur tæpast farið framhjá neinum. Samkvæmt upplýsingum frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi skýrist þetta af því að svonefndur kuldapollur, þ.e. staðurinn þar sem mesti háloftakuldinn ríkir hverju sinni, liggur óvenjunálægt landinu um þessar mundir. Að sögn Einars hefur háloftakuldinn yfir Grænlandi verið meiri og nær Íslandi síðustu mánuði en mörg undanfarin ár. Hins vegar sé tíðarfarið nú ekki ósvipað því sem var nokkra vetur í kringum 1990.brim

Aðspurður segir Einar það nánast tilviljun hvar þessi átakapunktur í háloftunum lendi hverju sinni. Bendir hann á að sum árin sé mesti háloftakuldinn yfir miðju Kanada, önnur ár lendi hann yfir Síberíu eða nálægt Alaska og stundum sé hann yfir Svalbarða. Kuldapollurinn hafi hins vegar ráðandi áhrif á vetrarveðráttuna á stóru svæði í kringum hann.

Spurður hvort hægt sé að segja fyrir um staðsetningu kuldapollsins ár hvert segir Einar menn vissulega reyna það, en með misjöfnum árangri þó. Bendir hann á að oft raði stóru línurnar á norðurhveli sér upp snemma vetrar, í nóvember og desember, í ákveðið kerfi sem síðan haldist út veturinn. Stundum brotni þetta hins vegar upp og raði sér upp á nýtt um miðjan vetur og þá oft með skömmum fyrirvara.

Aðspurður hvernig langtímaútlitið sé bendir Einar á að Evrópska reiknimiðstöðin (ECMWF) hafi í þriggja mánaða spá sinni fyrir janúar til mars spáð því að hérlendis yrði lægðagangur með úrkomu ofan meðallags og hita um eða yfir meðallagi. „Ef veðráttan tekur ekki miklum breytingum það sem eftir er tímabilsins þá er þetta nú alveg í áttina.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geirfugl GK 66
Geirfugl GK 66
Þetta er heimasíða áhafnaarinnar á Geirfugli GK 66

Færsluflokkar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband