17.2.2008 | 13:34
Leikhús draumanna
Það þarf engan Einstein til að sjá það að leikhús draumanna í Manchesterborg er besta leikhús í heimi. Alltaf þegar á reynir sýna strákarnir hans Ferguson hvað í þeim býr og það sást svo sannarlega þegar þeir tóku "hið léttleikandi " lið Arsenal og niðurlægðu það í gær á Old Trafford. Það sást alveg frá byrjun í hvað stefni og 4-0 sigur var síst of stór. Bikarkeppnin er alltaf jafn skemmtileg og hefði verið gaman að fá Liverpool í næstu umferð en því miður fyr þá þá töpuðu þeir fyrir trésmiðum,járnsmiðum, sjoppueigendum, leigubílstjórum og hárskerum frá Barnsley sem er 72.000 manna bær í suður Yorkshire héraði á mið Englandi. En þeir verða bara í öðru þegar næsta umferð verður leikinn. Þetta er svona svipað og ef trillukarlar frá Kópaskeri myndu slá FH útúr bikarnum hérna á klakanum.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.