16.4.2008 | 15:06
Ferðasagan mikla
Ferð Geirfuglsmanna ásamt spúsum sínum til Manchester verður seint talin venjuleg fótboltaferð. Þessi ferð var óslitinn sigurganga frá upphafi til enda. Reyndar ruglaðist limmósíu bílstjórinn sem átti að skutla okkur á flugvöllinn á árum og hélt að hann ætti að ná í okkur 11.apríl 2009. En það reddaðist og við mættum á flugvöllinn á réttum tíma. Það dugðu ekkert minni sæti undir þennan hóp heldur en Saga Class enda biðraðir ekki ofarlega á vinsældalista sexmenningana. Óli, Haukur og Stjáni fóru að sjá leik Bolton og West Ham á laugardeginum. Stór e-mail vinur Stjána Guðni Bergsson hafði reddað þeim miðum. Óli og Stjáni komust að því að leikurinn átti að byrja klukkan 15:00 en gleymdu að
segja Hauk það sem hélt að leikurinn átti að byrja klukkan 14:00. Þeir félagar voru mættir tímanlega á völlinn og fóru beint í miðasöluna og sögðu Guðni Bergs í gegnum glerið og þrír miðar komu út um hæl. Þá var farið á stuðningsmannakeiluhöllina og drukkið í sig stemminguna. Klukkan 13:40 er ákveðið að fá sér sveittann breskan hamborgara en Haukur er orðin öðruvísi en hann er undir venjulegum kringumstæðum en segir fátt, hann lítur oft útum gluggann og stendur oft upp og lítur í allar áttir, svo þegar borgararnir koma klukkan 13:55 og við byrjum að borða bregst þolinmæðin hjá Hauk og hann stendur upp og hreytir útúr sér "ÆTLIÐI BARA AÐ SJÁ SEINNI HÁLFLEIK" þetta var með fyndari atriðum í ferðinni. Haukur róaðist þegar hann komst að því að leikurinn átti ekki að byrja fyr en eftir klukkutima. Við röltum síðan fljótlega á völlinn og sáum ágætis fótboltaleik, Bolton skoraði 3 mörk en tvö voru dæmd af þannig að leikurinn endaði 1-0 fyrir Bolton og eygja þeir en von um að halda sér í
deildinni. En sunnudagurinn rann upp og spenningurinn stigmagnaðist enda stórleikur framundan Manchester United-Arsenal. Var farið tímanlega af stað og komið við á Trafford barnum fyrir leik þar sem alveg mögnuð stemming var, þar var sungið mikið og mikið fjör á öllum. Einum og hálfum tíma fyrir leik vorum við komin í sætin okkar sem voru á besta
stað mjög nálægt varamannabekkjunum. Freddy rauði heilsaði uppá okkur og var hann í góðum gír. Fyrri hálfleikur var fjörugur og voru Arsenal ögn skárri en Van der Saar sá við þeim en Manchester United áttu sína spretti líka en inn fór boltinn ekki og staðan því 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði með látum og fljótlega skoraði Arsenal mark með hendinni sem var látið standa og fjögur þúsund geðsjúklingar frá London
trylltust af fögnuði en sá fögnuður átti eftir að reynast skammvinur. Manchester United fékk réttilega dæmda vítaspyrnu sem besti knattspyrnumaður heims í dag Ronaldo skoraði úr og gríðarlegur fögnuður 71 þúsund stuðningsmanna
Manchester United braust út og stemmingin á vellinum var orðinn allsvaðaleg. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fengu Manchester United aukaspyrnu á ákjósanlegum stað og allir bjuggust við að Ronaldo myndi taka hana en Owen Hargreaves hljóp að boltanum og skaut beint í hornið MARK og staðan orðin 2-1. Fögnuðurinn á vellinum var gríðarlegur, þvílíkur leikur, þvílík stemming. Svo hófust svaðalegar lokamínútur og að lokum flautaði dómarinn til leiksloka og Manchester United komnir með aðra höndina á bikarinn. Á leiðinni útaf vellinum og alla leið að Trafford barnum var stanslaust sungið undir dyggri stjórn Magnúsar Gylfasonar sem hreinlega missti sig í fagnaðarlátum og hélt uppi söngvum eins og Viva Ronaldo og he goes by the name of Wayne Rooney og mörgum fleiri lögum. Englendingarnir kunnu vel að meta framlag Magnúsar og tóku undir með honum. Svo var farið á hótelið og áttu sumir auðveldara með komast niður á jörðina en aðrir. Um kvöldið var farið á ónefnan ítalskan veitingastað sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þetta átti og mun hafa áhrif á líf sexmenningana til æviloka að vísu mun meiri áhrif á suma en aðra. Þegar okkur var vísað til borðs þá fóru sexmenningarnir að taka eftir að engin annar en
snillingurinn og einn leikjahæsti leikmaður Manchester United sjálfur Ryan Giggs sat á snæðingi á borði við hliðina á okkar borði. Það fór að myndast hljóðlegur múgæsingur hjá hópnum og matseðlarnir voru eitthvað sem engin af hópnum spáði í fyrsta korterið. Ryan Giggs sat þarna með konunni sinni, foreldrum og tengdaforeldrum. Þetta kvöld var í rauninni lyginni líkast og ástandið á sumum úr hóp sexmenningana jaðraði við geðtruflaða sögupersónu eftir Alfred Hithcock. En Giggs tók þessu öllu saman með jafnaðargeði og tók sexmenningana opnum örmum og flassið dundi á silkimjúka húð hans. Magnaðasti sunnudagur í lífi hópsins var senn á enda og sofnuðu flestir með bros á vör. Lokadagurinn rann upp og farið var í skoðunarferð um Leikhús Draumanna og er það alltaf jafn spennandi og fróðlegt. Borðað var á Red Cafe, sumir misstu sig en eina ferðina í Megastore. Svo eyddi hópurinn deginum á mismunandi vegu, sumir fóru í Trafford Center aðrir í indverskt höfuðnudd enda margt hægt að gera í líflegustu og skemmtilegustu borg evrópu Manchester.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.