Færsluflokkur: Bloggar

Allt að gerast

Það er allt að gerast hjá okkur strákunum á Geirfugli og vonumst við til að geta farið að róa á fullu um næstu helgi. En 12 volta Einar á engar húfur en við eigum ekki von á því að það tefji okkur eitthvað. Dolli og Doddi komu niður á bryggju um daginn að skoða bátinn og spurðu hvað við ætluðum að gera í stöðunni, við sögðumst bara vilja húfur og þá urðu þeir heldur grámyglulegir í framan og heimtuðu það að 6 strokka Yanmarinn yrði settur í gang svo þeir kæmust frá borði eftir að þeir hefðu lagt líf sitt og limi í hættu við að komast um borð. Lofuðu þeir að koma aftur með húfur. Það gengur þokkalega að græja bátinn en aðal málið er að við fengum loksins stæði á flotbryggjunni eftir að fiskimaður mikill hér í bæ ákvað að leggja mið undir fót og halda norður á ný mið og síðast þegar fréttist af honum þá miðaði honum vel. En ekki skal tré sjóða nema naglar séu uppurnir. Góðar stundir.

Magnaður leikur

Áhöfnin á Geirfugli er í skýjunum yfir glæstum sigri okkar manna á ítölunum frá Rómaborg. Það var aldrei spurning hvar sigurinn í þessum leik myndi enda, en 7 mörk voru kannski eitthvað sem við bjuggumst ekki við.

Erum við núna að gera klárt á veiðar og þetta tekur alltaf sinn tíma að græja allt frá grunni, en það er alltaf gaman að vita til þess að fiskurinn sem við komum til með að veiða í vor er lifandi núna. Haukur faðmaði nokkur færi í dag og var orðinn frekar góður í faðmi þegar hann kom heim, hann tók sig til og faðmaði konuna sína og við eigum ekki von á öðru en áhöfnin á Geirfugli fá nokkur faðmlög í fyrramálið. Línan er kominn og sýndist okkur þetta vera afar fiskilegir önglar.

Svo er næsti leikur hjá okkar mönnum í bikarnum á móti Watford á laugardaginn og ætla má að Elton John slái feilnótu af stressi á gamla píanóhlunkinn sinn á föstudagskvöldið.


Geirfugl GK

Geirfugl GK 66 er kominn til heimahafnar. Siglingin frá Hafnarfirði þar sem hann var smíðaður reyndist afar vel. Við fengum á okkur kaldaskít en hann fór létt í gegnum það á 16-20 mílna ferð. Þetta er Víking bátur frá Samtak. Verið er að gera klárt á veiðar og vonumst við til að geta farið af stað strax eftir páska. Óli Björn Björgvinsson er skipstjóri og eigandi bátsins og með honum í áhöfn verða þeir Haukur Einarsson og Kristján Ásgeirsson.


« Fyrri síða

Höfundur

Geirfugl GK 66
Geirfugl GK 66
Þetta er heimasíða áhafnaarinnar á Geirfugli GK 66

Færsluflokkar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband