Færsluflokkur: Bloggar
16.4.2007 | 22:44
Allt að gerast
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 21:38
Magnaður leikur
Áhöfnin á Geirfugli er í skýjunum yfir glæstum sigri okkar manna á ítölunum frá Rómaborg. Það var aldrei spurning hvar sigurinn í þessum leik myndi enda, en 7 mörk voru kannski eitthvað sem við bjuggumst ekki við.
Erum við núna að gera klárt á veiðar og þetta tekur alltaf sinn tíma að græja allt frá grunni, en það er alltaf gaman að vita til þess að fiskurinn sem við komum til með að veiða í vor er lifandi núna. Haukur faðmaði nokkur færi í dag og var orðinn frekar góður í faðmi þegar hann kom heim, hann tók sig til og faðmaði konuna sína og við eigum ekki von á öðru en áhöfnin á Geirfugli fá nokkur faðmlög í fyrramálið. Línan er kominn og sýndist okkur þetta vera afar fiskilegir önglar.
Svo er næsti leikur hjá okkar mönnum í bikarnum á móti Watford á laugardaginn og ætla má að Elton John slái feilnótu af stressi á gamla píanóhlunkinn sinn á föstudagskvöldið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 21:57
Geirfugl GK
Geirfugl GK 66 er kominn til heimahafnar. Siglingin frá Hafnarfirði þar sem hann var smíðaður reyndist afar vel. Við fengum á okkur kaldaskít en hann fór létt í gegnum það á 16-20 mílna ferð. Þetta er Víking bátur frá Samtak. Verið er að gera klárt á veiðar og vonumst við til að geta farið af stað strax eftir páska. Óli Björn Björgvinsson er skipstjóri og eigandi bátsins og með honum í áhöfn verða þeir Haukur Einarsson og Kristján Ásgeirsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trumps vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf