Færsluflokkur: Bloggar
5.6.2007 | 12:39
Lúða
Eftir langvarandi brælur djúpt suðvestur af landinu lygndi loks og þá var ekki til setunnar boðið og nú skildi halda af stað og prófa að leggja lúðukrókana. Laugardagskvöldið 26. maí mættu félagarnir Haukur og Kristján með grillaðan kjúkling og pulsur í poka og voru spenntir að fara á lúðuveiðar. Óli kom og kyssti strákana sína bless enda þykir honum afskaplega vænt um þá. Skiptu þeir stíminu á milli sín enda langt að fara og svo kom að því að línan skildi lögð og gekk það með eindæmum vel, þetta rann út. Lögnin heppnaðist vel. Svo eftir dágóða klukkutíma var byrjað að draga og gekk það eins og í sögu. Þeir voru ekki búnir að draga lengi þegar fyrsta lúðan leið dagsins ljós. Þeir peppuðust báðir upp og ráku ífæruna á kaf í hausin á henni og byrjuðu að hífa hana innfyrir og gekk það vel. Þetta er nú ekki mikið mál sögðu þeir og hlógu. Svo héldu þeir áfram að draga og gekk þetta eins og í sögu, það var eins og þeir félagar hefðu aldrei gert neitt annað um ævina en að stunda lúðuveiðar. Þeir lesa hugsanir hvors annars og vinna þetta eftir því. Þeir voru komnir með 9 stórar lúður eftir fyrsta daginn og þar af var ein sem var örugglega 150 kíló og var hún eins og laufblað í höndunum á þeim félögum svo auðvelt var fyrir þá að innbyrða hana. Þeir ákváðu að leggja sig í nokkra tíma en fyrst skiptu þeir grillaða kjúklingnum sem þeir keyptu af ungversku farandkassasöludömunni í Bónus á milli sín og rann hann ljúft niður, þeir hámuðu í sig kjúllann enda orðnir sársvangir, þeir höfðu gleymt sér í gleðinni og ekkert borðað lengi. Þegar þeir vöknuðu byrjuðu þeir strax að draga enda orðnir spenntir yfir því hvort þeir fengu fleiri lúður og sú spenna átti eftir að aukast þeir fengu 6 lúður í viðbót og voru hæstánægðir. Það var kominn kaldaskýtur og mjög lítið eftir af nestinu og héldu þeir áleiðis að landi en ákváðu að skaka aðeins á leiðinni í land. Slökuðu þeir rúllunum niður annað slagið á leiðinni heim og alltaf kom þorskur og ufsi til skiptis. Þeir ætluðu að reyna að vera komnir á skikkanlegum tíma í land en það reyndist þeim erfitt þar sem þeim fannst svo gaman að vera á handfærum, þar voru þeir á heimavelli. En svo komu þeir í land og voru þeir með um 700 kíló af lúðu, 300 kíló af þorski og 200 kíló af ufsa. Óli var mættur að taka á móti drengjunum sínum og var hæstánægður með þennann fyrsta lúðutúr á Geirfugli GK 66.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 22:53
Handfærasaga
Þetta er sönn saga um handfæraróður tveggja vina. Einungis nöfnum þeirra sem og skipsnöfnum hefur verið breytt.
Klukkan 3 að nóttu til miðvikudaginn 23 maí 2007 lögðu frændurnir, fermingabræðurnir og vinirnir Hawk og Chris af stað frá Grindavík í handfæraróður á Garbird GK. Reynsla þeirra af handfærum var af ólíkum toga. Hawk hafði verið á allmörgum handfærabátum á síðasta ári en lengst af var hann á Wenny GK. Hawk varð einn mánuðinn í fyrrahaust aflahæsti handfærasjómaðurinn á landinu og segir það bara eitt um þá reynslu sem hann náði sér í á stuttum tíma. Hawk ánetjaðist handfærum strax í sínum fyrsta túr og fljótlega tók hann handfæri fram yfir allt í lífinu. Sökum gífurlegs áhuga á þessu veiðarfæri jókst reynsla hans mjög hratt. Chris aftur á móti hafði reynslu af allt öðrum toga en sú reynsla átti heldur betur eftir að koma honum til góðs í þessum túr. Chris stundaði handfæraveiðar með afa sínum vestur á fjörðum áður en hann fermdist og hann sat að því alla ævi. Rífa krókana úr, skipta um slóða sem og sökkur var eitthvað sem Chris gleymdi aldrei. Með þessar reynslur í farteskinu lögðu þeir félagar af stað í fyrsta handfæraróðurinn á Garbird GK. Fóru þeir beinustu leið í Skerjadýpið og slökuðu niður færunum. Urðu þeir strax varir og var reitingsafli af þorski, fengu þeir um sjö hundruð kíló um morguninn. Þá fór að draga úr veiðinni og Hawk vildi fara að kanna staði sem hann hafði veitt ágætlega þegar hann var á Wenny GK og oftar en ekki nuddaðist upp afli. Þegar líða tók á daginn var orðið frekar rólegt um að vera og aflinn orðinn tæp tvö tonn af þorski, fimmtíu kíló af smáufsa og ein ýsa. Skiptust þeir á að segja aulabrandara og fara inn í kaffi þangað til að þeir ákváðu að nú skildi annar þeirra leggja sig og Chris reið á vaðið og lagði sig þar sem veiðin var orðin frekar róleg. Eftir vænan svefn ræsti Hawk Chris og sagði að það væri kominn kaldaskýtur í Skerjadýpinu og hann væri kominn með stefnuna í átt að Reykjanesinu. Hawk lagði sig og Chris fékk sér kaffi og teygði úr sér. Fljótlega fór honum að leiðast og stoppaði og slakaði niður rúllunum. Ekki var fiskerríið uppá marga fiska, einn og einn þorskur annað slagið og fljótlega gafst hann upp og fór inn og athugaði með Hawk sem svaf værum blundi. Var sett á rólegt og þægilegt dól í átt að Reykjanesinu. Þegar þangað var komið voru færin sett niður og Chris fékk sér sæti á kari með loki sem var á dekkinu og var að troða Kodiak í vörina á sér þegar skyndilega byrjaði að marra í rúllunum og Chris hélt að það væri allt fast. En þær hífðu og sú fyrsta kom upp með þennan líka stórufsa á öllum krókum svo komu þrjár upp allar með ýturvaxinn ufsa á öllum krókum og saman flæktar svo kom síðasta rúllan upp með alla króka fulla af ufsa. Chris hljóp frammí og kallaði á Hawk. Hawk ræs það er komið stórufsamok. Hawk sem hafði farið langt inn í heim andanna svaraði það er ekkert annað og átti bágt með það að trúa þessu þar sem þetta var alveg í takt við húmorinn hjá þeim félögum. Chris hljóp aftur út upptjúnnaður og byrjaði að rífa ufsan innfyrir og reyna að greiða úr flækjunni. Eftir nokkrar sekúndur var Chris farið að lengja eftir Hawk og öskraði það er allt í flækju hérna hann kom upp og sá hvað var að ske og fór í gallann á innan við sekúndu. Djöfull er gaman að vakna við þetta sagði hann þegar hann sá að stórufsamok var brostið á þetta er æðislegt sagði hann og minningar frá því þegar hann var á Wenny GK og lenti í stórufsamoki mögnuðust. Þetta stórufsaskot stóð yfir í 15 mínútur og náðu þeir einu tonni í því. Svo fór að rökkva og ufsinn hætti að taka. Stóðu þeir félagar alblóðugir upp fyrir haus og hlógu, þetta fannst þeim gaman. Þeir kíktu oní lest og sáu að þeir voru komnir með þrjú tonn og voru alsælir með árangur dagsins og nú skildu þeir fara í land enda búnir að vera um tuttugu klukkutíma á sjóBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.5.2007 | 23:17
Pavarotti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2007 | 22:26
Síðasta hin hliðin
Hin hliðin á Kristjáni Ásgeirssyni
Fjölskylduhagir? Í sambúð með Ásu og við eigum tvær dætur, Anítu og Tinnu
Hvaðan ertu ættaður? Sunnan og vestan
Eru hjátrúafullur? Já stundum Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Bold and Bjútífúl
Uppáhaldsmatur? Flest það sem mamma og Ása elda
Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Old Trafford í Manchester
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Rækta garðinn minn
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Bíða eftir vorinu svo ég geti farið að rækta garðinn minn
Helsti kostur? Duglegur
Helsti veikleiki? Á erfitt með að bíða
Helsta afrek? Þegar ég hitti Ásu og svaf hjá henni tvisvar með þriggja ára millibili og úr varð tvær dætur
Mestu vonbrigði? Að geta ekki keypt Kodiak í Bónus Hvað fer mest í taugarnar á þér? Menn sem vinna með rassgatinu
Hver er draumur þinn? Að Chistiano Ronaldo barni Ásu
Hvað er mikilvægast í lífinu? Ása, Aníta og Tinna
Hvað er mottóið þitt? Blákorn rúlar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 21:18
Hin hliðin
Hin hliðin á Óla Birni Björgvinssyni.
Fjölskylduhagir? Giftur Guðrúnu Jónu og 4 barna faðir
Hvaðan ertu ættaður? Grímsey og Grindavík
Eru hjátrúafullur? Já
Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Allar íþróttir
Uppáhaldsmatur? Rjúpa og allt sem konan eldar
Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Grímsey
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það er ekki hægt að setja það á prent
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Það er ekkert leiðinlegt, bara misskemmtilegt
Helsti kostur? Jákvæður (oftast)
Helsti veikleiki? Man ekki eftir neinum?
Helsta afrek? Börnin mín fjögur
Mestu vonbrigði? Engin stór vonbrigði
Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ómerkilegheit og stafaganga
Hver er draumur þinn? Að fá að vera á sjó með Hauk og Stjána sem lengst
Hvað er mikilvægast í lífinu? Að láta sér líða vel
Hvað er mottóið þitt? Iðni gefur árangur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 21:40
Hin hliðin
Hin hliðin á Hauki Einarssyni.
Fjölskylduhagir? Giftur. 2 börn
Hvaðan ertu ættaður? Kef og Sandgerði
Ertu hjátrúafullur? Jeb
Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Beverly Hills 90210
Uppáhaldsmatur? Grænar baunir
Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Oní lest á Daðey
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Blóðga þorsk
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Gera að Sandkola
Helsti kostur? Glaðvær
Helsti veikleiki? Allt of aumingjagóður
Helsta afrek? Sá 6 þætti af Beverly Hills í röð
Mestu vonbrigði? Missti af einum Beverly Hills þætti
Hvað fer mest í taugarnar á þér? Bræla
Hver er þinn draumur? Að það væri alltaf blíða
Hvað er mikilvægast í lífinu? Handfæri
Hvað er mottóið þitt? Vera flottur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2007 | 23:18
Pirringur
Uppstokkari er stórfurðulegt fyrirbæri. Þetta er svona tæki sem önglarnir fara í gegn og stokkast uppá svokallaðan rekka þar sem sá sem stendur við uppstokkarann ýtir önglunum áleiðis á færanlegan rekka. Þetta er afar þægileg og einföld vinna. En einn er sá galli á gröf njarðar að uppstokkarar hafa sál, þeir skinja allan pirring sem er í gangi um borð í þeim bátum sem hafa uppstokkara. Um borð í Geirfugli vottar ekki fyrir pirring og þarf eitthvað stórkostlegt að ske svo votti fyrir pirringi hjá áhöfninni. Uppstokkarinn um borð í Geirfugli reyndi að pirra þá mikið í fyrsta túrnum en ekkert gekk, hann var skárri næstu túra á eftir en var samt aðeins að stríða þeim í von um pirring en ekkert gekk, en í fimmta túrnum á Geirfugli gafst uppstokkarinn upp og var ljúfur sem lamb. Við prófuðum að syngja fyrir hann ljúfa tóna eftir Stefán frá Möðrudal og hann hefur greinilega fílað það því hann stokkaði upp hvern einasta krók. Þessi uppstokkari sér að hann getur ekki á nokkurn hátt pirrað áhöfnina á Geirfugli enda um einstaklega vandaða menn að ræða. Óli Björn er ættaður frá Grímsey þar sem orðið pirringur er hvergi að finna í neinum handskrifuðum ritum eftir ættfaðir eyjunnar Willards Fiske. Óli heldur vel utan um áhöfn sína, svo vel að pirringur er gjörsamlega ónauðsynlegur, toppnáungi þarna á ferð. Leiðir Hauks og pirrings skildu fyrir allmörgum árum og eiga þeir enga samleið í dag. Haukur las margar bækur um pirring og gróf djúpt í að finna uppruna pirrings. Hann komst að því að pirringur er ónauðsynlegur í daglegu amstri. Kristján sem er ættaður frá Flateyri við Önundarfjörð og stundaði þar handfæraveiðar með afa sínum á unga aldri komst ekki í tæri við pirring fyr en eftir tvo áratugi af sínu lífi. Margoft hélt hann að pirringur fleytti manni langt í lífinu en komst að hinu sanna þegar hann komst í tæri við bækurnar hans Hauks sem hann gleymdi í bílnum hans Kristjáns þegar þeir fóru saman á kvikmyndina Rocky 2 fyrir morgum árum. Kristján sem er einstaklega vel gerður maður sá líka að pirringur er ónauðsylegur. Sem sagt er áhöfnin á Geirfugli laus við allan pirring.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2007 | 22:14
Bykó félagarnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2007 | 21:24
Eins og í sögu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2007 | 21:50
Byrjaðir að róa
Þá erum við búnir að fara einn róður og tókst hann með ágætum þrátt fyrir smá hnökra og vanstillingar. Við byrjuðum auðvitað á því að koma með rúmfötin okkar um borð, Stjáni kom auðvitað með Manchester United rúmfötin sín sem honum þykir svo vænt um og notaði mikið þegar hann var piparsveinn en svo þegar hann hitti konuna sína þá var hann rekinn með þau útá sjó sem honum fannst afar sárt en fór svo að sætta sig við breyttar aðstæður þegar árin liðu og hefur fyrirgefið konunni sinni þessa fólskulegu árás á sig og sínar svefnvenjur. Haukur kom með afar einkenninleg rúmföt sem ketkrókur gaf honum í skóinn 1976. Þessi rúmföt bera keim af sumrinu, eru með gulu ívafi og eru frekar furðuleg ásýndar og passa ílla við glæsilegar innréttingar um borð. Haukur hefur haldið miklu ástfóstri við þessi sængurföt sem er okkur hinum alveg hulinn ráðgáta, hann hefur bersýnilega lítið fegurðarskyn á rúmfötum eins og ketkrókur. Óli aftur á móti hefur ekki séð sæng sína útbreidda um borð sem er ekkert skrýtið þar sem hann hefur ekki komið með neina sæng um borð þar sem hann skrapp á Strikið og leitaði að vefnaðarvörubúðum og leitaði að efni í rúmföt sem Guðrún ætlar að handsauma fyrir hann á kvöldin og verður spennandi að sjá útkomuna.
En þessi fyrsti róður heppnaðist nokkuð vel og höfum við lúmskan grun um að Haukur hafi misst albinóa lúðu sem eru afar sjaldgæfa hér um slóðir, við sáum heljarinnar alhvíta skepnu synda í burtu frá bátnum og við fórum á spyrja Hauk og hann blýþrætti sem er kannski ekkert skrýtið þar sem þessi lúða hefði gert hann frægari en Kalla Bjarna.
Vorum við svo í dag að lagfæra og fínisera og erum við að verða helvíti góðir í annan túr þegar veður lægir. Skiptum við um olíu og síur eða allavega eina síu þar sem Yanmarinn hefur greinilega tekið eina síuna ástfóstri og vildi ekki láta okkur hafa hana, eftir 4 tíma baks við að losa hana ákvað Óli að við skildum fara heim að sofa, hann ætlaði nefnilega að að dreyma um síulosandi aðferðir í nótt og koma svo sprækur og fullur af eldmóði í fyrramálið og losa síunaBloggar | Breytt 28.4.2007 kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Veit ekki einu sinni hvað gerðist
- Magnað afrek Ítalíu á HM
- Towns atkvæðamestur í borgarslagnum
- Eitt besta lið mótsins
- Hélt að ég myndi aldrei gefa þessa einkunn
- Landsliðstreyjurnar til sölu í Zagreb
- Nenntu ekki að spila á móti okkur
- Verður dýrasta knattspyrnukona heims
- Amorim braut sjónvarpsskjá
- Markvörður grípur Dota-boltann