Eins og í sögu

Annar róðurinn er búinn og gekk hann eins og í sögu eftir Guðrúnu Helgadóttur. Þetta gekk allt eins og smurð vel sem telst nú vera gott þar sem þetta var bara annar túrinn. Þessir Víking bátar eru algjör listasmíð og eru greinilega langbestu plastbátarnir. Að hlusta á góða tónlist er algjört lykilatriði til að vel gangi að draga og þegar Haukur setti Idolið sitt í spilarann hann Scooter þá virkilega byrjaði þetta að ganga. Haukur segist hlusta á Scooter á hverjum degi og er með innrammaðar myndir af honum inní bílskúr hjá sér sem hann skoðar á hverjum degi. Rammana utan um myndirnar keypti hann á útimarkaði á eyjunni Mön í Ermasundi þegar hann fór þangað að skoða handfærarúllur. Scooter og skak eru Hauki afar hugleikið og er hans æðsti draumur að fara á skak með Scooter en sá draumur rætist sennilega aldrei og hann gerisr sér fulla grein fyrir því og þess í stað reynir hann að vinkast við uppstokkarann um borð í Geirfugli. Hann klappaði honum og strauk og var virkilega góður við hann og það skilaði sér, uppstokkarinn reyndist honum vel í dag og stokkaði vel upp. En þrátt fyrir velgengni í dag togar girnið alltaf í hann, slóðarnir, rúllurnar og ufsinn eru eitthvað sem Haukur getur ekki verið án

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjáni ég held að þú eigir nú lítið að vera að gera grín af Hawk fyrir að vera Scooter aðdáandi. Ég veit ekki betur en að þú sért með hvern heimabrenndan diskinn heima hjá þér með lögum frá þessum ágæta listamanni. Svo fórum við nú saman ég og þú í Höllina hérna ekki alls fyrir löngu á Scooter, það voru góðir tímar og fyndið þegar þú steigst upp í sætið og gast ekki hamið þig þegar hann tók lagið "Maria, maria I like it loud". "Scooter, back in the house"

Svo er Beckham kominn með nýju Scooter klippinguna, aflitaður og fínn...

Gíggi (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 21:18

2 identicon

Já, ég viðurkenni að ég hafi misst mig í höllinni hérna um árið á tónleikunum með Scooter innan um táningsstelpur og punghárlausa unglingspilta. Ætli ég sé ekki bara leyni Scooter aðdáandi?

Stjáni (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geirfugl GK 66
Geirfugl GK 66
Þetta er heimasíða áhafnaarinnar á Geirfugli GK 66

Færsluflokkar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband