Byrjaðir að róa

Þá erum við búnir að fara einn róður og tókst hann með ágætum þrátt fyrir smá hnökra og vanstillingar. Við byrjuðum auðvitað á því að koma með rúmfötin okkar um borð, Stjáni kom auðvitað með Manchester United rúmfötin sín sem honum þykir svo vænt um og notaði mikið þegar hann var piparsveinn en svo þegar hann hitti konuna sína þá var hann rekinn með þau útá sjó sem honum fannst afar sárt en fór svo að sætta sig við breyttar aðstæður þegar árin liðu og hefur fyrirgefið konunni sinni þessa fólskulegu árás á sig og sínar svefnvenjur. Haukur kom með afar einkenninleg rúmföt sem ketkrókur gaf honum í skóinn 1976. Þessi rúmföt bera keim af sumrinu, eru með gulu ívafi og eru frekar furðuleg ásýndar og passa ílla við glæsilegar innréttingar um borð. Haukur hefur haldið miklu ástfóstri við þessi sængurföt sem er okkur hinum alveg hulinn ráðgáta, hann hefur bersýnilega lítið fegurðarskyn á rúmfötum eins og ketkrókur. Óli aftur á móti hefur ekki séð sæng sína útbreidda um borð sem er ekkert skrýtið þar sem hann hefur ekki komið með neina sæng um borð  þar sem hann skrapp á Strikið og leitaði að vefnaðarvörubúðum og leitaði að efni í rúmföt sem Guðrún ætlar að handsauma fyrir hann á kvöldin og verður spennandi að sjá útkomuna.

En þessi fyrsti róður heppnaðist nokkuð vel og höfum við lúmskan grun um að Haukur hafi misst albinóa lúðu sem eru afar sjaldgæfa hér um slóðir, við sáum heljarinnar alhvíta skepnu synda í burtu frá bátnum og við fórum á spyrja Hauk og hann blýþrætti sem er kannski ekkert skrýtið þar sem þessi lúða hefði gert hann frægari en Kalla Bjarna.

Vorum við svo í dag að lagfæra og fínisera og erum við að verða helvíti góðir í annan túr þegar veður lægir. Skiptum við um olíu og síur eða allavega eina síu þar sem Yanmarinn hefur greinilega tekið eina síuna ástfóstri og vildi ekki láta okkur hafa hana, eftir 4 tíma baks við að losa hana ákvað Óli að við skildum fara heim að sofa, hann ætlaði nefnilega að að dreyma um síulosandi aðferðir í nótt og koma svo sprækur og fullur af eldmóði í fyrramálið og losa síuna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristján þó! Saumahæfileikar mínir hafa aldrei verið lagðir í efa; mér tekst að gera lítið úr miklu!!!! Rúm fötin pössuðu fyrir Baby born dúkurrnar svo ég verð að finna eitthvað annað fyrir hann Óla minn:-)

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geirfugl GK 66
Geirfugl GK 66
Þetta er heimasíða áhafnaarinnar á Geirfugli GK 66

Færsluflokkar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband