5.6.2007 | 12:39
Lúða
Eftir langvarandi brælur djúpt suðvestur af landinu lygndi loks og þá var ekki til setunnar boðið og nú skildi halda af stað og prófa að leggja lúðukrókana. Laugardagskvöldið 26. maí mættu félagarnir Haukur og Kristján með grillaðan kjúkling og pulsur í poka og voru spenntir að fara á lúðuveiðar. Óli kom og kyssti strákana sína bless enda þykir honum afskaplega vænt um þá. Skiptu þeir stíminu á milli sín enda langt að fara og svo kom að því að línan skildi lögð og gekk það með eindæmum vel, þetta rann út. Lögnin heppnaðist vel. Svo eftir dágóða klukkutíma var byrjað að draga og gekk það eins og í sögu. Þeir voru ekki búnir að draga lengi þegar fyrsta lúðan leið dagsins ljós. Þeir peppuðust báðir upp og ráku ífæruna á kaf í hausin á henni og byrjuðu að hífa hana innfyrir og gekk það vel. Þetta er nú ekki mikið mál sögðu þeir og hlógu. Svo héldu þeir áfram að draga og gekk þetta eins og í sögu, það var eins og þeir félagar hefðu aldrei gert neitt annað um ævina en að stunda lúðuveiðar. Þeir lesa hugsanir hvors annars og vinna þetta eftir því. Þeir voru komnir með 9 stórar lúður eftir fyrsta daginn og þar af var ein sem var örugglega 150 kíló og var hún eins og laufblað í höndunum á þeim félögum svo auðvelt var fyrir þá að innbyrða hana. Þeir ákváðu að leggja sig í nokkra tíma en fyrst skiptu þeir grillaða kjúklingnum sem þeir keyptu af ungversku farandkassasöludömunni í Bónus á milli sín og rann hann ljúft niður, þeir hámuðu í sig kjúllann enda orðnir sársvangir, þeir höfðu gleymt sér í gleðinni og ekkert borðað lengi. Þegar þeir vöknuðu byrjuðu þeir strax að draga enda orðnir spenntir yfir því hvort þeir fengu fleiri lúður og sú spenna átti eftir að aukast þeir fengu 6 lúður í viðbót og voru hæstánægðir. Það var kominn kaldaskýtur og mjög lítið eftir af nestinu og héldu þeir áleiðis að landi en ákváðu að skaka aðeins á leiðinni í land. Slökuðu þeir rúllunum niður annað slagið á leiðinni heim og alltaf kom þorskur og ufsi til skiptis. Þeir ætluðu að reyna að vera komnir á skikkanlegum tíma í land en það reyndist þeim erfitt þar sem þeim fannst svo gaman að vera á handfærum, þar voru þeir á heimavelli. En svo komu þeir í land og voru þeir með um 700 kíló af lúðu, 300 kíló af þorski og 200 kíló af ufsa. Óli var mættur að taka á móti drengjunum sínum og var hæstánægður með þennann fyrsta lúðutúr á Geirfugli GK 66.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.