Lúðuævintýri

Hér kemur önnur sagan af þeim félögum Hawk og Chris. Af virðingu við þessa heiðursmenn verður sögunöfnum þeirra haldið og er endalaust hægt að segja sögur af þessum félögum enda sjaldan lognmolla þar sem þeir tveir eru samankomnir. Öllum nöfnum hefur verið breytt sem og staðháttum. Þetta er sönn saga enda erfitt að ljúga upp á þá félaga.

 

Hawk og Chris höfðu báðir reynslu af lúðuveiðum. Höfðu þeir báðir verið á Grandviking GK á lúðuveiðum fyrir allmörgum árum eins hafði Chris verið á Fireisland-Hjalti GK með pabba sínum á lúðuveiðum. Svo þeir höfðu dágóða reynslu af því að innbyrða stórlúður. Þeir eru báðir núna á Garbird GK og þegar Olav útgerðarmaður sagði þeim að Garbird GK yrði gerður út á lúðuveiðar þá lifnaði yfir þeim. Minningarnar frá því þegar þeir voru á lúðuveiðum rifjuðust upp og komust þeir að að þessar minningar virkuðu mjög ferskar og töldu þeir sig því vel í stakk búna til að fara á lúðuveiðar. Lögðu þeir því af stað á lúðuveiðar með tvo haldapoka af nesti og nokkra geisladiska með taktfastri danstónlist. Þeir voru með nokkrar handfærarúllur með sér til að fiska beitu á lúðukrókana. Haldið var beint í suðvestur frá miklum reyk sem talið er að komi frá saltverksmiðju. Hawk og Chris voru mjög ferskir og leið þeim vel enda höfðu þeir báðir átt skemmtilegt kvöld með konunum sínum kvöldið áður. Þeir höfðu heyrt að það boðaði gott að eiga innilega stund með konunum sínum áður en haldið yrði á lúðuveiðar. Það kjaftaði af þeim hver tuskan og ryfjuðu þeir upp gamla tíma og hlógu, þeir voru búnir að bralla mikið saman um ævina. Þegar á ætluð lúðumið var komið var kominn haugasjór og voru þeir heppnir að hafa verið með beitt þar sem ekkert skakveður var og var ákveðið að línan skildi lögð og síðan var ákveðið að fara á grynningar sem voru þarna rétt hjá þegar lægði og ná í beitu með handfærarúllunum. Eftir nokkra tíma lægði og var því haldið af stað á grynningarnar. Gekk vel að ná í beitu, var þetta ufsi. Þeir voru í mestu makindum að týna ufsan af og skera hann í hæfilega beitustærð þegar ein rúllan skyndilega byrjaði að láta skringilega, hífði hún rólega og svo rann snöggt útaf henni. Þeir litu á hvorn annan og sögðu að þetta hlyti að vera stór fiskur og spáðu svo ekkert í því meir, Hawk hélt áfram að skera beitu en Chris náði aðra ífæruna ef þetta skildi vera lúða sem þeim fannst ólíklegt þar sem þeir voru bara á 26 föðmum. Chris týndi ufsana af hinum rúllunum og Hawk skar beituna. Svo litu þeir á rúlluna og sáu að hún var alveg að koma upp. Grípum nú í samskipti þeira félaga. Chris: Þetta er svakaleg lúða. Svo greip hann ífæruna sem hann hafði náð í og náði að reka hana í fyrstu atrennu í hausin á henni, lúðan var alveg trítilóð og lét öllum íllum látum. Hawk: þetta er örugglega ekki nógu vel í henni til að hífa hana inn. Chris: Nei þú verður að ná í hina ífæruna og setja hana líka í hausin á henni. Chris var orðin mjög æstur og orðin þreyttur í höndunum þar sem lúðan reyndi allt sem hún gat til að sleppa, það eina sem komst að hjá honum var að ná henni innfyrir. Hawk: Hvar er ífæran. Chris: Hún er. Svo fór hann að stama og hann mundi engin orð þar sem allir vöðvar líkamans þar á meðal heilans sameinuðust í að halda ífærunni í lúðunni. Chris breyttist í óþekkjanlegan mann og hann öskraði eitthvað úti loftið að ífæran væri einhverstaðar í andskotanum þarna og það reyndist rétt, Hawk fann hana og kom aðvífandi og kom henni kyrfilega fyrir í hausnum á lúðunni. Þeir hengdu kranan í hana og byrjuðu að hífa hana innfyrir, þetta var svaka skepna. Svo þegar sporðurinn var rétt kominn innfyrir rifnaði ífæran úr og lúðan small á dekkið. Þeir náðu henni. Þeir settust á lestarlúguna örmagna, þetta tók á. Þeir féllust í faðm og grétu af gleði. Þeim hafði ekki liðið svona vel í mörg ár. Innilega stundin með konunum hafði skilað sér, það fór ekkert á milli mála. Þeir viktuðu lúðuna og viktaði hún 155 kíló óslægð. Á leiðinni til baka á ætluðu lúðumiðinn var mikil værð yfir þeim og hlustuðu þeir á danstónlistina sem þeir tóku með sér og töluðu lítið. Svo eftir langa stund spurði Hawk: Chris hvað ertu að hugsa núna? Chris svaraði: Ég er búin að vera að hugsa um lúðuna. Já ég líka sagði Hawk. Hefur þeim félögum gengið vel að veiða lúðu og hafa þeir fengið 72 lúður á lúðukrókana sem viktuðu 2.8 tonn í einungis þremur túrum. En þessi sem þeir fengu á handfærin fer ekki úr minni þeirra það sem þeir eiga eftir ólifað. Olaf útgerðamaður er stoltur af að vera með svona menn á bátnum hjá sér enda er kærleikurinn í hávegum hafður hjá þeim þremenningum Hawk, Chris og Olav.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geirfugl GK 66
Geirfugl GK 66
Þetta er heimasíða áhafnaarinnar á Geirfugli GK 66

Færsluflokkar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband