Hann á afmæli í dag

Haukur Guðberg Einarsson er 35 ára gamall í dag. Haukur hefur marga fjöruna sopið og hefur ekki kallað allt ömmu sína í gegnum tíðina. Á unga aldri dreymdi Hauk um að verða sjómaður.Haukur Um 10 ára aldur fór hann að dreyma að hann væri staddur á bát sem hét Ögmundur og væri á dragnót í Faxaflóa á kolaveiðum, þennan draum dreymdi hann nánast á hverri nóttu í mörg ár. Hann var orðinn svo hugfanginn af þessum draum að þetta var farið að stjórna lífi hans. Hann hugsaði um fátt annað en kolaveiðar í Faxaflóa. Þegar hann var kominn með aldur þá var það hans fyrsta verk að ráða sig á dragnótabátinn Þröst RE. Í 20 ár gerði hann alsæll að kola í Faxaflóa og fannst honum stundum að hann væri í himnaríki svo gaman fannst honum. Síðastliðnu mánuði hefur hann fundið sig æ betur í nýjum farvegi á línuveiðum og rær nú á Geirfugli GK. Haukur er hvers manns hugljúfi og það geislar af honum hvert sem hann hefur komið. Hann kynntist konunni sinni ungur að árum og náði að einungis að barna hana tvisvar sökum annríkis við kolaaðgerð. Haukur er sannkallaður þúsundþjalasmiður og hefur hann aldrei málað sig útí horn heldur hefur hann málað heilu byggingarnar, leikið í tónlistarmyndböndum, reist upp gifsveggi og svona mætti lengi telja. Hann er líka afar klár í rafmagni og eyðir hann mikið af frítíma sínum með rafmagnsfræðingnum og vini Einar 12 volt frá Hafnarfirði. Hittast þeir félagar oft á kvöldin og rífa í sundur altaritora og setja saman aftur og það er oft glatt á hjalla hjá þeim félögum. Haukur er vinmargur enda afar félagslyndur og stefnir hátt í pólitík, hann er framsóknarmaður af guðs náð og er með mynd af Halldóri Ásgrímssyni á náttborðinu hjá sér. Haukur er í miklu sambandi við Halldór og er Halldór að hjálpa honum að komast til valda í framsóknarflokknum. Áhöfn og útgerð Geirfugls GK óskar Hauki innilega til hamingju með árin 35.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margt fallegt sagt um Hauk. Svo er hann líka fallegur. Það má ekki gleymast.

kv. Eggert Habba bróðir

Setja inn myndir af áhöfninni strákar. Þið eruð svo helv... hott .  Seigja stelpurnar:)

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geirfugl GK 66
Geirfugl GK 66
Þetta er heimasíða áhafnaarinnar á Geirfugli GK 66

Færsluflokkar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband