11.11.2007 | 11:36
Til hamingju Óli
Óli Björn Björgvinsson er fertugur í dag. Óli hefur alið manninn víða á sinni hnitmiðuðu ævi. Hann fór ungur að hafa áhuga á ýmiskonar veiðum enda ættaður frá Grímsey og átti ekki langt að sækja það. Hann er svo stoltur af uppruna sínum að hann er með mynd af konungi Grímseyjar Willard Fiske á sérútbúnu skáknáttborðinu sínu. Óli gerði garðinn frægann í Verslunarskóla Íslands og las mikið enda áhuginn mikill, hann hætti í Verslunarskólanum þegar hann var farinn að drekka rjóma með pulsunum og tengdi það að hann væri að því kominn að lesa yfir sig. Þetta var hárrétt ákvörðun og lá leiðinn í Stýrimannaskólann og þar fann hann sig og vissi að hann væri á réttri hillu í lífinu. Sjómennskan átti hug hans og hjarta og stundaði Óli loðnu og netaveiðar. Óli átti Vídeóleigu um tíma og var mikið í Los Angeles að semja við Warner Bros og fleiri kvikmyndaframleiðendur um einkarétt á útleigu á kvikmyndum og oftar en ekki náði hann afar hagstæðum samningum og var vídeóleigan hans oftar en ekki sú eina með allra nýustu myndirnar. Í dag gerir Óli út línubeitningarbátinn Geirfugl GK 66 og er formaður körfuknattleiksdeildarinnar. Óli skrapp norður yfir heiðar og náði sér í kvonfang Guðrúnu Jónu sem er frá Akureyri og eiga þau fjögur börn. Guðrún varð fertug á árinu og það skemmtilega vill til að þau voru líka þrítug á sama ári fyrir tíu árum. Strákarnir hans á Geirfugli eru gríðarlega ánægðir með Óla enda Óli afar heilsteyptur maður og laus við allt rugl. Áhöfnin á Geirfugli óska Óla innilega til hamingju með þessi merku tímamót. Óli og Guðrún halda um á þessa áfanga í paradísinni Manchester.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir tessu fallegu ord i gard okkar hjona. Kvedja fra Manchester.
'Oli Bjorn Bj0rgvinsson (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.