Til hamingju Óli

Óli Björn Björgvinsson er fertugur í dag. Óli hefur alið manninn víða á sinni hnitmiðuðu ævi. Hann fór ungur að hafa áhuga á ýmiskonar veiðum enda ættaður frá Grímsey og átti ekki langt að sækja það. Hann er svo stoltur af uppruna sínum að hann er með mynd af konungiÓli og Guðrún Grímseyjar Willard Fiske á sérútbúnu skáknáttborðinu sínu. Óli gerði garðinn frægann í Verslunarskóla Íslands og las mikið enda áhuginn mikill, hann hætti í Verslunarskólanum þegar hann var farinn að drekka rjóma með pulsunum og tengdi það að hann væri að því kominn að lesa yfir sig. Þetta var hárrétt ákvörðun og lá leiðinn í Stýrimannaskólann og þar fann hann sig og vissi að hann væri á réttri hillu í lífinu. Sjómennskan átti hug hans og hjarta og stundaði Óli loðnu og netaveiðar. Óli átti Vídeóleigu um tíma og var mikið í Los Angeles að semja við Warner Bros og fleiri kvikmyndaframleiðendur um einkarétt á útleigu á kvikmyndum og oftar en ekki náði hann afar hagstæðum samningum og var vídeóleigan hans oftar en ekki sú eina með allra nýustu myndirnar. Í dag gerir Óli út línubeitningarbátinn Geirfugl GK 66 og er formaður körfuknattleiksdeildarinnar. Óli skrapp norður yfir heiðar og náði sér í kvonfang Guðrúnu Jónu sem er frá Akureyri og eiga þau fjögur börn. Guðrún varð fertug á árinu og það skemmtilega vill til að þau voru líka þrítug á sama ári fyrir tíu árum. Strákarnir hans á Geirfugli eru gríðarlega ánægðir með Óla enda Óli afar heilsteyptur maður og laus við allt rugl. Áhöfnin á Geirfugli óska Óla innilega til hamingju með þessi merku tímamót. Óli og Guðrún halda um á þessa áfanga í paradísinni Manchester.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir tessu fallegu ord i gard okkar hjona. Kvedja fra Manchester.

'Oli Bjorn Bj0rgvinsson (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geirfugl GK 66
Geirfugl GK 66
Þetta er heimasíða áhafnaarinnar á Geirfugli GK 66

Færsluflokkar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband